Ísafjarðarhöfn: 1.865 tonnum landað í janúar

Kaldbakur EA 1 landaði í Ísafjarðarhöfn í nóvember. Mynd: Pál Önundarson.

Alls bárust 1.865 tonn af bolfiski á land í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Allur aflinn var af togskipum og veiddur í botntroll. Um 825 tonn komu af heimaskipum og um 1000 tonn af aðkomuskipum.

Af heimaskipunum kom mestur afli af Páli Pálssyni ÍS 422 tonn. Stefnir ÍS kom með 299 tonn og Júlíus Geirmundsson ÍS 103 tonn af afurðum.

Sjö aðskomuskip lönduðu í mánuðinum ýmist á markað eða til vinnslu í eigu útgerðar. Sóley Sigurjóns GK var þeirra aflahæst með 308 tonn, Pálína Þórunn GK landaði 209 tonnum, Áskell ÞH 136 tonn, Helga María RE 127 tonn, Þinganes SF 81 tonn og Jóhanna Gísladóttir Gk einnig 81 tonn.

DEILA