Ísafjarðarbær: framlengir styrktarsamning við Aldrei fór ég suður

Tónlistarkonan Svala á sviðinu á hátíðinni 2019. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að gera nýjan samning við tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verði byggður á síðasta samningi.

Sá samningur var gerður 2019 og náði til þriggja hátíða fyrir árin 2019,2020 og 2021.

Þar leggur Ísafjarðarbær fram 500 þús kr. á ári til kynningar á hátíðinni og 200 þús kr. á ári til greiðslu til gjaldkera og loks tryggir allt að 2.500.000 kr á ári til uppgjörs skulda hátíðarinnar. Þá er lagt fram vinnuframlag upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar eftir því sem þurfa þykir. Bærinn sér einnig um gáma vegna nauðsynlegrar aðstöðu og leitast við að halda viðburði í bænum kringum páskana, svo og að taka þátt í markaðssetningu hátíðarinnar um p+askana.

Markmið samningsins er að efla jákvæða ímynd Ísafjarðarbæjar sem ferðamannastaðar bæði innanlands og erlendis og vekja athygli á ríkri tónlistarsögu og grósku bæjarins í þeim efnum.

DEILA