Á Vestfjörðum var þann 1. desember 2021 næsthæst hlutfall erlendra ríkisborgara á landinu með lögheimili í fjórðungnum. Hæst er hlutfallið á Suðurnesjum 23,5% en á Vestfjörðum var það 19%.
Á Vestfjörðum bjuggu 7.204 manns þar af voru 1.372 með erlent ríkisfang. Hlutfallslega flestir útlendingar voru með lögheimili í Súðavík með nærri þriðji hver íbúi. Þar voru 69 með erlent ríkisfang þann 1. desember af 213 íbúum.
Í Vesturbyggð var hlutfallið 26,3%. Íbúarnir voru 1.131 og þar af voru 298 útlendingar. Í Bolungavík var hlutfallið 21%. Í Reykjavík er hlutfallið 17,9%.
Á landinu öllu var hlutfallið 14,6% og alls voru 54.980 með erlent ríkisfang og lögheimili á Íslandi.