Fimmtudagur 17. apríl 2025

Drangsnes: sveitarfélagið kaupir hjartastuðtæki

Auglýsing

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákvað á síðasta fundi sínum að festa kaup á alsjálfvirku hjartastuðtæki frá Fastus ehf af gerðinni  LIFEPAKCR2. Tækið kostar 300 þúsund krónur og verður staðsett í Bjarnarfirði.

Hjartastuðtæki er ein áhrifaríkasta meðferðin við hjartastoppi og sýna erlendar rannsóknir m.a. að í 13% tilvika verður hjartastopp á vinnustað segir í fundargerð sveitarstjórnar.

Nánari staðsetning verður ákveðin síðar og þá verður auglýst kennsla á tækið.

 

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir