Covid: eitt smit í gær

Aðeins eitt smit greindist á Vestfjörðum í gær. Það var á Patreksfirði.

Alls eru þá 169 virk smit á Vestfjörðum. Á Ísafirði eru 92 smit og 39 í Bolungavík. Í Súðavík eru 5 smit, 5 á Suðureyri, 3 á Flateyri og 7 á Þingeyri.

Í Strandasýslu eru 7 smit, 5 á Hólmavík og 2 í Árneshreppi. Á Patreksfirði eru 3 smit, 1 á Tálknafirði og 5 á Bíldudal.

Nærri 2.500 smit greindust á landinu í gær. 48 eru á sjúkrahúsi með covid, þar af 2 í gjörgæslu. Hartnær 13 þúsund manns eru í einangrun.

Frá uphafi faraldursins hafa 109.494 greinst með covid sem er 29,7% æibæua landsins.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA