Covid: 35 smit í gær

Í gær greindust 35 smit á Vestfjörðum. Á Bíldudal voru 15 smit og 9 í Bolungavík. Tvö smit voru á Tálknafirði og 1 á Patreksfirði. Í Strandasýslu var eitt smit á Hólmavík og annað á Drangsnesi. Eitt smit greindist á Þingeyri, 3 á Ísafirði og 2 í Súðavík. Er þetta með því mesta sem greinst hefur á einum degi á Vestfjörðum.

Virkum smitum hefur fjölgað verulega og eru þau nú 81 á Vestfjörðum.

Í Bolungavík eru 23 smit og 18 á Ísafirði, fjögur smit eru á Þingeyri og 6 í Súðavík. Á Hólmavík eru 4 smit og 2 á Drangsnesi. Á sunnanverðum Vestfjörðum eru 18 smit á Bíldudal, 3 á Patreksfirði og einnig 3 í Tálknafirði.

Alls greindust 1.856 smit í gær og hafa aldrei verið fleiri. 21 sjúklingur er á Landsspítalanum með covid þar af 2 á gjörgæslu. Eitt andlát var í gær.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA