covid: 31 smit í gær

Í gær greindust 31 smit á Vestfjörðum. Flest voru þau á Ísafirði eða 13. Í Bolungavík voru 6 smit, 3 á Flateyri, 2 á Þingeyri og í Súðavík. Eitt smit greindist á Suðureyri, Hólmavík, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.

147 smit á Vestfjörðum

Alls eru nú 147 virk smit á Vestfjörðum. Flest eru þau við Djúp, en þar eru 102 smit, 55 á Ísafirði, 34 í Bolungavík og 13 í Súðavík.

Sjö smit eru á Hólmavík og 16 á sunnanverðum Vestfjörðum, 6 á Patreksfirði, 2 á Tálknafirði og 8 á Bíldudal. Í Vestur Ísafjarðarsýslu eru 22 smit, 9 á þingeyri, 11 á Flateyri og 2 á Suðureyri.

Hartnær 3000 smit greindust í gær á landinu öllu og eru 11.500 manns í einangrun. Fimmtíu manns eru á sjúkrahusi með covid þar af 44 á Landsspítalanum, þrír eru á gjörgæslu.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA