Covid: 18 smit í gær

Í gær greindust 18 smit á Vestfjörðum. Tíu þeirra voru á Ísafirði, 3 í Bolungavík og eitt í Súðavík. Tvö smit voru á Hólmavík, eitt á Bíldudal og annað á Þingeyri.

Alls eru nú 52 virk smit í fjórðungnum. Á Ísafirði eru 17 smit og 14 í Bolungavík. Á Patreksfirði hefur smitum fækkað verulega og eru þau aðeins 5. Á Tálknafirði er 1 smit og 3 á Bíldudal. Í Strandasýslu eru 4 smit, 3 á Hólmavík og eitt á Drangsnesi. Á Þingeyri eru 3 smit, 4 í Súðavík og eitt á Flateyri.

Ríflega 1.250 smit greindust í gær. Á sjúkrahúsi eru 21 og þar af 3 á gjörgæslu. Tæplega 18 þúsund manns eru í sóttkví eða einangrun.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA