Vesturbyggð tekur 250 m.kr. lán

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að taka 250 m.kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga
nr. 138/2011.
Lánið er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana langra lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2022 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2022.

Rúmlega rúmlega 82,5 millj. kr. af fjárhæðinni er áætlaða til þess að standa undir nauðsynlegum fjárfestingaverkefnum ársins og þá eru afborganir langtímalána áætlaðar á árinu 2022 samtals 167,4 millj. kr.

DEILA