Vestri: Elmar skrifar undir nýjan samning

Fyrirliði Vestra í knattspyrnu Elmar Atli Garðarson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir: „Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi Elmars fyrir liðið okkar en þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur hann verið fyrirliði liðsins síðustu ár. Elmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik 2014 og hefur síðan þá leikið 185 leiki fyrir félagið sem er ótrúlegur árangur.“

Nýr markvörður

Þá hefur Marvin Darri Steinarsson gert samning við Vestra og mun spila með liðinu næsta sumar. Marvin Darri er tvítugur að aldri og kemur hann til Vestra frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var aðalmarkvörður á síðustu leiktíð.

Brentton Muhammad var aðalmarkvörður Vestra á síðustu leiktíð og spilaði 19 leiki. Samningur hans er runnin út og ekki vitað hvort hann verði áfram. 

DEILA