SVARTEKKJA

Fá smákvikindi valda jafnmiklum ugg og hrolli og ekkjuköngulær eða svartar ekkjur (black widow spiders).

Þær geta vissulega orðið illskeyttar þá sjaldan þær ná að bíta en lífsháski sem af bitum getur stafað er e.t.v. nokkuð orðum aukinn.

Til undantekninga heyrir að afleiðingar bita séu svo alvarlegar. En vissulega eru bitin sár og er vissara að koma sér undir læknishendur þegar eituráhrifa gætir. Hér á landi þurfum við varla að hafa áhyggjur þar sem ekkjuköngulær lifa í fjarlægum löndum. Fæstir vita að af ekkjuköngulóm finnst nokkur fjöldi tegunda víða um heim.

Tegundin svartekkja (Latrodectus mactans) er hvað kunnust en hún lifir í Norður-Ameríku. Stöku sinnum berast þessar glæsilegu svörtu perlur með rauða stundaglasið neðan á afturbol hingað til lands með varningi. Alls hafa fjórar tegundir þeirra verið greindar hér, svartekkjan þeirra á meðal, en hún hefur einkum fundist í vínberjaklösum frá vesturheimi.

Af fb síðunni heimur smádýranna

DEILA