Sláturhús hugmyndir á Flateyri – seinni hluti

Um Hafnarbakka 5 Flateyri og laxasláturhús

West Seafood ehf. rak á Flateyri fiskvinnslu sem fór í gjaldþrot árið 2019. Eignir félagsins voru seldar af skiptastjóra en stærstu eignirnar voru keyptar af félaginu Orkuver ehf.

Rétt er að það komi fram að undirritaður veit að fjölmörgum voru boðin hús félagsins til sölu áður en Orkuver kaupir og afar fáir sýndu nokkurn áhuga á því tæpa ári sem húsin voru til sölu. AB-Fasteignir kaupa svo af Orkuveri ehf. fasteignirnar.

Undanfarið hefur það verið svo að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og fleiri aðilar hafa komið í fjölmiðlum og sagt ÍS47 eða AB fasteignir standi í vegi fyrir uppbyggingu á Flateyri.

En hvað ef Arctic Fish kvittaði sjálfviljugt upp á lóðaleigusamninginn sem Ísafjarðarbær gerði og allt málið snýst um? Ef það er virkilega svo að Arctic Fish hafði í raun áform um að byggja upp á Flateyri hefði félagið átt að sýna áhuga á að kaupa eignirnar sem félagið ekki átti sem þeim hefur staðið til boða kaupa og þannig tryggja stöðu sína vegna meintrar áforma um uppbyggingu í þorpinu. Getur verið að sannleikurinn sé sá að aldrei stóð til að framkvæma neitt á Flateyri hjá Arctic Fish?

Víkur nú sögunni að afdrifum Hafnarbakka 5.


Eignin samanstendur af 4 fasteignanúmerum í eigu tveggja aðila. Þar af er eitt einbýlishús sem er byggt 1892 og því væntanlega friðað. Hver þessara fjögurra eininga er með sér inngang, sér þak og algjörlega ótengt næsta húsi þó einhverjir veggir snertist. Fjöldi fordæma er fyrir því að slíkar eignir séu taldar séreignir en ekki fjöleignarhús þrátt fyrir að sýslumaður og Ísafjarðarbær vilji meina að hér sé um fjöleignarhús að ræða.


Víkjum nú að ferlinu lið fyrir lið.


1. Hafnarbakki 5 er seldur Orkuveri af þrotabúi West Seafood. Kaupsamningi og afsali þinglýst eftir að óskað var eftir lóðaleigusamningi sem Ísafjarðarbær gaf út. Hér er umræddur lóðaleigusamningur gildur og ekkertt vesen.

2. Skiptastjóri þrotabús West Seafood óska eftir lóðaleigusamningi við Ísafjarðarbæ enda gerði Orkuver þá kröfu að skiptastjóri skilaði eignunum með gildum lóðaleigusamningum. Í ferlinu er þess farið á leit við Orkuver sem kaupanda búsins að gerðir verið lóðaleigusamningar við félagið beint í stað þrotabúsins. Fallist var á það enda ekki ástæða til samningagerða við gjaldþrota félag. Skiptastjóri fær skriflegt umboð Orkuvers til þess að ganga fá lóðaleigusamningum við Ísafjarðarbæ og annast öll samskipi við bæjarfélagið og undirritanir. Forráðamenn Orkuvers komu því ekki að þessu ferli enda ekki á ábyrgð félagsins að skila af sér húseignum þrotabúsins með lóðum. Það var á hendi seljanda.

3. Þegar óskað var eftir lóðaleigusamningi frá Ísafjarðarbæ var í umsóknarferlinu bent á það af hálfu handhafa umboðs Orkuvers að umrædd lóð, teiknuð upp af Ísafjarðarbæ, næði út fyrir það húsnæði sem félagið hefði fest kaup á. Ísafjarðarbær vísaði á opinber gögn og sagði samninginn réttan. Samningurinn er tekin til málsmeðferðar og er afgreiddur í gegnum stjórnsýsluna athugasemdalaust. Ísafjarðarbær taldi aðra eigendur annarra eigna á lóðinni ekki þurfa að kvitta á lóðaleigusamninginn. Skiptastjóri í umboði Orkuvers hafði þá þegar bent Ísafjarðarbæ á meinbugi samningsins.

4. Við þinglýsingu lóðaleigusamnings telur sýslumaður að forráðamaður Arctic Odda/Artic Fish þurfi að kvitta á samninginn. Forráðamaður Arctic Fish fer á sýsluskrifstofu og kvittar undir lóðaleigusamninginn þar.  

5. Lóðaleigusamningi fyrir Hafnarbakka 5 er þinglýst á Orkuver sem hefði án þessa samnings ekki getað fengið afsal af eigninni sem það hafði greitt fyrir.

6. Þegar Orkuver hefur eignast eignina selur það hana til AB fasteigna. Kaupsamningi og afsali er aftur þinglýst án vandkvæða og enn er þinglýst án þess að starfsmenn bæjarins sendi sérstök erindi á sýslumann og biðji um tilhliðrun. 

7. Ísafjarðarbær fer fram á það við Orkuver að Arctic Fish verði aðili umræddum lóðaleigusamningi. Þeirri tillögu er hafnað á þeim forsendum að það leysi ekki vandamálið. Orkuver fer einfaldlega fram á að málið verði leyst með þeim hætti að félagið fái lóð undir sitt húsnæði án aðkomu annar fyrirtækja. Ekki var orðið við því af hálfu bæjarins.

8. Arctic Fish er boðin eignin til kaups vegna hagsmuna félagsins á lóðinni. Eiga sér stað skrifleg samskipti um málið. Niðurstaða þeirra samskipta leiða ekki til vilja Arctic Fish til viðskipta.

9. Í framhaldi af því sýnir ÍS47 áhuga á eigninni þar sem hún geti hentað vegna framtíðaruppbyggingar félagsins á Flateyri. 

10. Þegar kauptilboð hefur borist frá ÍS47 er Arctic Fish tilkynnt skriflega um tilboðið og því fylgt eftir með símtali að komið sé kauptilboð í eignina og félaginu aftur boðið að ganga til viðskipta. Arctic Fish ákveður að kaupa ekki.

11. ÍS47 kaupir eignina af AB fasteignum og greiðir fyrir hana.


12. Kaupsamningi/afsali er af einhverri ástæðu ekki þinglýst þar sem sýslumaður hefur ákveðið nú að eignaskiptayfirlýsingu vegna eignarinnar vanti. Rétt er að taka fram að við fyrri tvær sölur á sömu eign mánuðina á undan taldi sýslumaður í engu vanta nein gögn. 

13. Í ljós kemur að starfsmaður Ísafjarðarbæjar hefur beitt sér fyrir því að sýslumaður stöðvi þinglýsingu umræddra fasteignakaupa. Starfsmaður Ísafjarðarbæjar óskaði sem sagt eftir því að einkaréttarlegur gerningur milli tveggja einkaaðila yrði stöðvaður þrátt fyrir að hafa enga aðild að málinu að svo stöddu. 

14. Starfsmaður Ísafjarðarbæjar hafði sent á einkaaðila og óskað eftir því að lóðaleigusamningur sem sveitarfélagið sjálft gerði og setti upp yrði lagfærður eða felldur úr gildi. Hann taldi eðlilegt að senda afrit af því erindi á lögmann aðila sem ekki átt aðild að málinu. 

15. Rétt er það komi fram að sýslumaður hefur ítrekað ekki svarað erindum þar sem óskað er eftir upplýsingum um það af hverju þessu hefur ekki verið þinglýst eða hvort einhver samskipti við aðra hafi farið fram.

16. Sveitarfélagið hefur staðfest að það hafi átt í beinum samskiptum við aðra aðila um það hvernig það geti komið lóðaleigusamningi milli sveitarfélagsins og einkaaðila úr gildi.


Í framhaldi þessarar ótrúlegu atburðarrásar berast fréttir úr ýmsum áttum um að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ásamt fleirum telji AB fasteignir og eða ÍS47 standa í vegi fyrir uppbyggingu á Flateyri.

AB-Fasteignir og Orkuver eiga engin hagsmunaleg tengsl við fiskeldisfyrirtækin á svæðinu. Fyrirtækin hafa einungis staðið í viðskiptum með fasteignir á Flateyri í því skyni að efla sína starfsemi.

Viðskipti Orkuvers með þær eignir sem það keypti af þrotabúinu hafa skilað samfélaginu á Flateyri eftirfarandi:

  1. Kalksalt komst í varanlegt húsnæði með sína framleiðslu.
  2. Vestfiskur Flateyri fékk húsnæði til framleiðslu á gæludýrafóðri.
  3. Björgunarsveitin Sæbjörg, slökkvilið Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með heilsugæslu á Flateyri eru nú í varanlegu og góðu húsnæði.
  4. AB-Fasteignir og Orkuver með húsnæði fyrir hluta af sinni starfsemi.
  5. ÍS 47 á orðið viðbótar húsnæði sem hugsað er til framtíðar uppbyggingar félagsins á Flateyri. 
  6. Dagur Sigursson kaupir gamla húsnæðið af björgunarsveitinni og slökkviliði Ísafjarðarbæjar og hyggur þar á styrkjandi starfsemi fyrir samfélagið.

Hver er það sem raunverulega stendur á bakvið uppbyggingu á Flateyri og hverjir eru það sem aldrei ætluðu sér neitt á Flateyri?

Svo mög voru þau orð.

Gísli Jón Kristjánsson

stofnandi ÍS 47

DEILA