Júlíus Geirmundsson ÍS – grunur um smit um borð

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson er á leiðinni í land vegna hugsanlegs covid smits um borð.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar staðfesti þetta í samtali við Bæjarins besta. Hann sagði að áhöfnin hefði verið skimuð áður en skipið fór af stað í veiðiferðina, en nú væri grunur um að einn í áhöfninni væri smitaður og skipið væri á leið í land svo hann gæti farið í sýnatöku.

DEILA