Ísfirðingur til Rosenborgar í Noregi

Kári Eydal.

Ísfirðingurinn Kári Eydal, sem spilað hefur með Herði á Ísafirði í 4. deildinni í knattspyrnu hefur æft og leikið með stórliðinu Rosenborg í Noregi síðan í ágúst á síðasta ári. Hann flutti til Noregs með fjölskyldu sinni og hefur verið til reynslu hjá Þrándheimaliðinu. Kári er fæddur 2004.

Kári segist vera að æfa með þeim í 6 mánuði og spila 6 leiki með u19 liðinu.

„Ég mun fá að vita á næstu vikum hvort ég fái samning eða ekki, þótt ég fái ekki samning hefur þetta verið frábær reynsla að fá að æfa með svona góðu liði. Þetta er frábær aðstaða hérna og þjálfararnir eru góðir.“

DEILA