Ísafjörður: Orlofsbyggð í Dagverðardal

Ísafjarðarbær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp orlofsbyggð og standa að skipulagsbreytingum á aðal- og deiliskipulagsstigi við reit Í9 í Dagverðardal, Skutulsfirði.

Núverandi landnotkun svæðisins í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 gerir ráð fyrir íbúðarhúsabyggð í reit Í9.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar í gegnum netfangið bygg@isafjordur.is.

Frestur til innsendingar er til og með 4. febrúar 2022.

DEILA