Ísafjörður: Hampiðjan loksins komin með byggingarleyfi

Núverandi húnsæði Hampiðjunnar við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði.

Það hefur reynst seinlegt fyrir Hampiðjuna hf. að fá byggingarleyfi fyrir 1606 m2 stálgrindarhúsi sem er að hluta til á tveimur hæðum og reisa á að Suðurtanga 14 á Ísafirði.

Fyrst var umsókn fyrirtækisins tekið fyrir á svokölluðum afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 12. júlí síðastliðið sumar en erindinu var frestað vegna athugasemda byggingarfulltrúa. Þann 17. september fær Hampiðjan takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu og sökkla. Á næsta afgreiðslufundi sem er 23. september eru lögð fram frekari gögn um burðarþol, fráveitulagnir, rafkerfi og glugga og hurðir en erindinu aftur frestað með vísað í athugasemdir byggingarfulltrúa.

Það er svo loks þann 17. desember sem umsóknin um byggingarleyfi er samþykkt að fengnum nýjum útreikningum um burðarþol um uppfærðum aðaluppdráttum.

DEILA