Ísafjarðarbær: Bragi R. Axlesson víkur úr velferðarnefnd

Á bæjarstjórnarfundi í gær vék Bragi Rúnar Axelsson, formaður velferðarnefndar Ísafjarðarbæjar úr nefndinn. Harpa Björnsdóttir tók við formennskunni í hans stað að tillögu bæjarfulltrúa B lista. Sigríður Magnúsdóttir var kosin í nefndina í stað Braga og Barði Önundarson er nýr varamaður.

Marzellíus Sveinbjörnsson oddviti B lista var inntur eftir ástæðu þess að Bragi vék úr nefndinni og sagðist hann ekki hafa spurt um ástæður þess. Bragi Rúnar sagði persónulegar ástæður vera að baki breytingunum og að þær ættu ekki erindi í fjölmiðla.

Bragi Rúnar Axelsson er forstöðumaður Innheimtustofnunar á Ísafirði og var nýlega settur í leyfi. Hann er einnig eigandi innheimtufyrirtækisins Officio ehf.

DEILA