HG Hnífsdal: 3 togarar veiddu 15.760 tonn í fyrra

Þrír togarar Hraðfrystihússins Gunnvör hf veiddu samtals 15.760 tonn á síðasta ári. Aflaverðmætið var nærri 4,7 milljarðar króna. Aflinn jókst um 1.202 tonn frá 2020 eða rúmlega 8%. Aflaverðmætið var 4,1 milljarður í hitteðfyrra og jókst á síðasta ári um 13,7%.

Þetta kemur fram í yfirliti sem birt er á heimasíðu fyrirtækisins.

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS veiddi samkvæmt yfirlitinu mest togaranna þriggja og var með 5.726 tonn og fékk einnig mest aflaverðmætið 2.162 milljónir króna.

Páll Pálsson ÍS landaði 5.646 tonnum að verðmæti 1.370 milljónir króna og Stefnir ÍS var með 4.388 tonn að aflaverðmæti 1.128 milljónir króna.

DEILA