Heildarafli 13% meiri en í fyrra

Togarinn SirrÝ 36 skartaði sínu fegursta á sjómannadaginn í Bolungavík.

Uppsjávarafla jókst um 24% og botnfiskafla um 2%

Heildarafli ársins 2021 var rúmlega 1.158 þúsund tonn sem er 13% meiri afli en árið 2020. Rúmlega helmingur aflans var uppsjávarafli, þar af var kolmunni 190 þúsund tonn, síld tæplega 186 þúsund tonn og loðna tæp 147 þúsund tonn. Engin loðna veiddist árið 2020.

Botnfiskafli árið 2021 var um 473 þúsund tonn og þar af var þorskaflinn tæp 272 þúsund tonn, ufsi um 60 þúsund tonn og ýsa rúm 56 þúsund tonn. Magn uppsjávarafla jókst um 24% frá fyrra ári og magn botnfiskafla um 2%. Flatfiskafli var tæplega 25 þúsund tonn árið 2021, 7% aukning frá fyrra ári og skelfiskafli var rúmlega 6 þúsund tonn, sem er 27% aukning samanborið við árið 2020.

Aflamagn í desember 2021 var tæp 127 þúsund tonn sem er 72% meiri afli en í desember 2020. Munar þar mestu um tæp 76 þúsund tonn af loðnu en alls jókst uppsjávarafli úr tæplega 34 þúsund tonnum í desember 2020 í ríflega 91 þúsund tonn í desember 2021. Aukning var á lönduðum botnfiskafla um 18% og var landaður afli um 34 þúsund tonn í desember. Þar af var þorskaflinn 27,5 þúsund tonn sem er 27% aukning samanborið við desember 2020.

DEILA