Hæglætishátíðin Vetrarsól

Hæglætishátíðin Vetrarsól á Ströndum sem er menningar- og listahátíð verður haldin síðustu helgi í janúar, 28.-30. jan.

Væntanlega fer hún að langmestu leyti fram í streymi á netinu. 

Lista og menningarfélagið Arnkatla stendur fyrir hátíðinni og hún hefur fengið stuðning frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Það var hópur listamanna syðra sem stóð fyrir hátíðinni til að byrja með, með aðstoð heimamanna. Þar voru og eru fremst í flokki Kristín Lárusdóttir og Svavar Knútur.

Þau sem vilja vera með innlegg og atriði eru beðin um að hafa samband við aðstandendur hátíðarinnar sem fyrst. Ef meiri tíma þarf til undirbúnings, þá vill stjórn Arnkötlu benda á að hátíðin Hörmungardagar er líka framundan, síðustu helgi í febrúar.

Starfsvæði Arnkötlu er allar Strandir og Reykhólahreppur að auki – þannig að atriði frá listafólki og menningarvitum á öllu svæðinu eru vel þegin.

DEILA