Fuglatalning

Árlega stendur Fuglavernd fyrir á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.

Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi.

Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Nánar ,á lesa um þetta á vefsíðunni fuglavernd.is

Fyrir börn og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun eru þar góðar leiðbeiningar til að geta tekið þátt í talningunni.

DEILA