Framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

Allt að 120 milljónum króna verður veitt til að styrkja sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Heimilt er að veita styrki til sama verkefnis til allt að fimm ára, en þá með fyrirvara um endurskoðun byggðaáætlunar og fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Árleg hámarksfjárhæð til einstakra verkefna er 25 milljónir króna, en styrkfjárhæð getur aldrei numið hærra hlutfalli en 80% af heildarkostnaði við verkefni.

Sérstök áhersla er lögð á svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem eru atvinnuskapandi, hvetja til nýsköpunar og eru líkleg til að hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang.

DEILA