Þrjú smit greindust á Vestfjörðum í gær. Tvö þeirra voru á Patreksfirði og eitt á Ísafirði.
Alls greindust 1200 smit á landinu í gær og eru nú 8.400 manns í einangrun með covid og 11.727 í sóttkví.
Á Vestfjörðum eru 56 virk smit. Á Patreksfirði eru 27 smit, 1 á Tálknafirði og 3 á Bíldudal. Í Strandasýslu eru 5 smit, 3 á Drangsnesi, eitt á Hólmavík og eitt í Árneshreppi. Á norðanverðum Vestfjörðum eru 20 smit, 9 í Bolugavík , 7 á Ísafirði og 4 á Þingeyri.
Upplýsingar fengnar af vef RUV: https://www.ruv.is/kveikur/covid/