Covid19: 9 smit í gær – erfiðleikar á Patreksfirði

Níu smit greindust í Vestfjörðum í gær. Þar af voru 7 á Patreksfirði. Eitt smit var á Ísafirði og annað á Bíldudal. Virk smit í fjórðungnum eru þá 61, langflest á Patreksfirði eða 43. Tvö smit eru á Bíldudal og eitt á Tálknafirði. Á Reykhólum er eitt smit en ekkert í Strandasýslu. Á Þingeyri eru 2 smit, einnig tvö í Bolungavík og Súðavík en 8 á Ísafirði.

Faraldurnn hefur valdið erfiðleikum á Patreksfirði og hafa smitin teygt sig inn leik- og grunnskóla á Patreksfirði og nú í dag er tilkynnt að afgreiðsla Ráðhús Vest­ur­byggðar verði lokuð dagna 24. janúar til og með 26. janúar vegna einangr­unar og sótt­kvíar starfs­fólks.  Símsvörun verður með óbreyttum hætti.

Alls greindust 1296 smit á landinu í gær. Fjörtíu eru á sjúkra­húsi, þar af fjór­ir á gjör­gæslu. 

https://www.ruv.is/kveikur/covid/ 

DEILA