Byggðasafn Vestfjarða eignast gamlan póstlúður

Greint er frá því á síðu Byggðasafns Vestfjarða að því hafi í haust áskotnast gamlir munir, póstlúður merktur H.eyri – Höfn og morslykill án frekari skýringa. Nú eru komnar fram upplýsingar um munina.

Lúðurinn var í húsi Póst og síma á Ísafirði til ársins 1983 (munirnir komust síðar í einkaeigu) og hefur væntanlega ratað til Ísafjarðar þegar póstþjónusta var lögð niður í Sléttuhreppi árið 1952, en hún hafði verið starfrækt frá árinu 1886 þegar opnað var pósthús á Hesteyri á öðrum tveggja bæja sem þar voru. Pósthús opnaði í Höfn í Hornvík 1899 og var lagt niður 1946.

DEILA