Bæjarstjórn Bolungavíkur ræddi á fundi sínum í gær málefni laxasláturhúss í Bolungavík, en Arctoc Oddi hefur keypt nýbyggt hús Fiskmarkaðs Vestfjarða ehf undir þá starfsemi.
Bæjarstjórnin fagnar fjárfestingunni og sér fram á umtalsverða uppbyggingu í bænum í kjölfarið.
Eftirfarandi samþykkt var gerð með atkvæðum allra bæjarfulltrúa:
„Bæjarstjórn Bolungarvíkur fagnar fjárfestingum Arctic Odda og Fiskmarkaðs Vestfjarða í Bolungarvík ásamt áformum þeirra um uppbyggingu í Bolungarvíkurhöfn.
Ef áætlanir fyrirtækjanna ganga eftir liggur fyrir að umtalsverð uppbygging mun eiga sér stað í Bolungarvík.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur lítur bjartsýnum augum til framtíðar og samstarfsins við fyrirtækin í Bolungarvík um þá uppbyggingu sem áætlað er að eigi sér stað.
Telur bæjarstjórn mikilvægt að leggja áherslu á gott samstarf milli aðila með hagsmuni samfélagins að leiðarljósi og þau tækifæri sem kunna að skapast.“