Vesturbyggð fær styrk fyrir lyftu í ráðhúsinu

Vesturbyggð hefur fengið tæplega þriggja milljóna króna styrk úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til þess að koma fyrir lyftu í ráðhúsi sveitarfélagsins á Patreksfirði. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar eru 5,8 millj. kr.

Tilgangur framkvæmdanna er að bæta aðgengismál í Vesturbyggð. Ráðhúsið var áður húsnæði Landsbankans á Patreksfirði.

DEILA