Skuggaleg þróun

Í nýútkominni skýrslu sem unnin er af Þekkingarneti Þingeyinga og Nýheimum þekkingarsetur er fjallað um íbúaþróun á Íslandi það sem af er öldinni.

Þar kemur fram að þróun mannfjölda í byggðum landsins hefur verið með öðrum hætti á suðvesturhorninu en annars staðar síðustu ár og áratugi.

Á meðan stöðug fjölgun íbúa hefur átt sér stað á suðvesturhorninu hefur raunfækkun átt sér stað víða annars staðar. Með raunfækkun er átt við hlutfallslega breytingu á mannfjölda á hverju svæði að frádreginni meðalfjölgun íbúa á landsvísu, en hún var 30,5% á sama tíma.

Samkvæmt mannfjöldaspá Byggðastofnunar fyrir landshluta mun sú þróun halda áfram verði ekkert að gert. Alls búa nú um 63% mannfjöldans á Stór-Reykjavíkursvæðinu, um 6% í strjálbýli og 31% í öðru þéttbýli með 200-100.000 íbúum.

Á Vestfjörðum hefur fólki fækkað meira en í öðrum landshlutum á tímabilinu 2000-2020. Þar fækkaði íbúum í öllum sveitarfélögum og heildarfækkun var 13% í landshlutanum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Sé þetta skoðað út frá hlutfallslegri breytingu að teknu tilliti til landsmeðaltals er um að ræða tæp 44%

DEILA