Skipulagsstofnun neitar að samþykkja vindorkuver í Reykhólahreppi

Teikning af fyrirhuguðu vindorkuveri í Garpsdal.

Skipulagsstofnun fellst ekki á ítrekaðar óskir Reykhólahrepps um staðfestingu stofnunarinnar á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til þess að heimila vindorkuver í Garpsdal. Hefur stofnunin gripið til þess ráðs að vísa málinu til ákvörðunar ráðherra með því áliti sínu að synja beri umstaðfestinu á umræddum aðalskipulagsbreytingum. Sveitarstjórn leggur áherslu á að afgreiðslu málsins hjá ráðherra verði flýtt eins og kostur er.

Allt að 4,37 ferkm af óbyggðu landi svæði verðir breytt í iðnaðarsvæði undir vindorkuver. EM Orka áformar að reisa allt að 88,2 MW vindorkuvers í landi Garpsdals í Reykhólahreppi. Miðað er við allt að 21 vindmyllur, allt að 150 m háar.

Reykhólahreppur hóf undirbúning að málinu á árinu 2019 og sendi erindið í apríl síðastliðnum til Skipulagstofnunar og hafa bréf gengið á milli aðila þar sem Skipulagsstofnun telur öll tormerki á því að staðfesta aðalskipulagsbreytinguna og Reykhólahreppur hefur lagt áherslu á að  sveitarstjórn ber ábyrgð á gerð eða breytingu aðalskipulags og sendir það Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Í bréfi Skipulagsstofnunar dagsett 10. desember 2021 til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins segir að umræddur virkjunarkostur sé ekki í gildandi Rammaáætlun. Ekki sé nóg að tillaga um hann sé í 4. áfanga Rammaáætlunar þar sem hún hafi ekki verið afgreidd á Alþingi. Af þessu leiðir, telur Skipulagsstofnun, að umrætt svæði verði að vera skilgreint sem varúðarsvæði sem aftur feli í sér takmörkum á landnotkun og setja skuli í aðalskipulag ákvæði og skilmála svo sem um mannvirkjagerð, umgengni og landnotkun.

DEILA