Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær kynnti Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri áform um gerð þjónustusamnings milli Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Slökkviliðs Bolungarvíkurkaupstaðar.
Það er Bolungarvíkurkaupstaður sem hefur óskað eftir samstarf við Ísafjarðarbæ á sviði brunavarna.
Samstarfið mun í grófum dráttum felast í eftirfarandi:
Slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar verður jafnframt slökkviliðsstjóri yfir slökkviliði
Bolungarvíkur.
Slökkviliðin verða áfram aðskilin ásamt starfsemi slökkvistöðva þ.e. húsnæðis, bíla og
búnaðar.
Hlutverk slökkviliðsstjóra verður að hafa yfirumsjón með slökkviliðinu í Bolungarvík í samvinnu við varðstjóra sem staðsettur er í Bolungarvík.
Slökkviliðsstjóri mun skipuleggja og bera ábyrgð á eldvarnareftirliti í Bolungarvík, skipuleggja mönnun og og æfingar slökkviliðanna og hann gerir tillögu um fjárfestingar í búnaði og aðstöðu í Bolungarvík.
Kostnaður Bolungarvíkurkaupstaðar af samstarfinu verður útfærður í samningi sem gengið verður frá fyrir lok janúar 2022.
Þetta fyrirkomulag mun taka gildi frá 1. Janúar n.k. og verður endurskoðað að 12 mánuðum liðnum.