Patreksfjörður: boðið upp á göngugerðir um framkvæmdasvæði ofanflóðavarna

Vesturbyggð hefur ákveðið að bjóða upp á stuttar gönguferðir milli jóla og áramóta um framkvæmdasvæði ofanflóðavarna, sem unnið hefur verið að á árinu.

Tímasetning þeirra ferðar verður auglýst sérstaklega. Gönguferð um svæðið er háð veðri þar sem hættulegt getur verið að fara um vinnusvæði um þessar mundir. Það er Suðurverk sem er aðalverktaki.

Suður­verk, í samvinnu við Vest­ur­byggð hefur ákveðið að opna fyrir myndavef sinn af fram­kvæmdum við varn­ar­garð­anna Urðar­gata-Mýrar Patreks­firði. Íbúum og öðrum er frjálst að skoða, nota og deila þeim myndum sem þarna eru. Myndirnar má finna á vef Vesturbyggðar.

DEILA