Patreksfjörður: 620 tonn í nóvember

Vestri BA að leggja úr höfn. Mynd: Patrekshöfn.

Alls var landað 620 tonnum af bolfiski í Patrekshöfn í nóvembermánuði. Langmest var veitt á línu eða um 425 tonn. Vestri BA var einn á botntrolli og aflaði 193 tonn. Tveir handfærabátar lönduðu 2,5 tonnum, hvor eftir einn róður.

Allur afli var af heimabátum utan þess að 1,5 tonn var landað af línubát frá Snæfellsnesi, Særifi SH.

Af 6 línubátum var Núpur BA með 269 tonn eftir 6 veiðiferðir og Patrekur BA aflaði 110 tonn. Aðrir línubátar voru Sindri BA, Fönix BA og Agnar BA.

DEILA