Mannfjöldi nú og 1918

Fullveldisdagurinn var í gær 1. desember en þennan dag árið 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki.

Með gildistöku sambandslaganna við Danmörku tóku Íslendingar við stjórn eigin mála en dönsk stjórnvöld fóru áfram með utanríkismál og gæslu íslensku landhelginnar fyrir hönd Íslands.

Sjá má á myndinni sem hér fylgir með hversu mikið íbúum Íslands hefur fjölgað síðan 1918.

Athyglisvert er að konur voru mun fleiri en karlar árið 1918 en það hefur hins vegar snúist við í áranna rás.

DEILA