Lax-inn fær hvatningarviðurkenningu Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM

LAX-INN nýstofnuð fræðslumiðstöð í fiskeldi hlaut á föstudaginn viðurkenningu Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM.  Fræðslumiðstöðin er staðsett á Grandagarði í Reykjavík, þar sem hægt er að kynna sér starfsemi fiskeldis með beintengingu myndavéla bæði í land-og sjóeldi á landsbyggðinni ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um þessa atvinnugrein. Lögð er áhersla á fræðslu um hvernig fiskeldi við íslenskar aðstæður fer fram, frá hrogni til fisks og alla leið á disk neytenda.

Veg og vanda að stofnun fræðslumiðstöðvarinnar á Vestfirðingurinn Sigurður Pétursson sem áður starfaði hjá Arctic Fish. Þegar við opnun fræðslumiðstöðvarinnar í september síðastliðnum bárust beiðnir um kynningu frá embættismönnum og stofnunum sem fjalla um laxeldi.

DEILA