Engin ný smit á Vestfjörðum í gær

Átján eru smitaðir af covid19 á Vestfjörðum og engin ný smit smit bættust við í gær. Flest eru smitin á Þingeyri eða 13. Þrjú smit eru á Flateyri, eitt á Tálknafirði og annað á Hólmavík.

Fjórtán daga nýgengi er áfram hæst á landinu á Þingeyri, en bæði Patreksfjörður og Flateyri eru á meðal 10 hæstu staða landsins.

DEILA