Covid19: 7 smit á Vestfjörðum í gær

Sjö smit greindust á Vestfjörðum í gær. Þrjú voru á Þingeyri og eitt á Hólmavík, í Árneshreppi, á Patreksfirði og Bíldudal.

Alls eru nú 41 virkt smit í fjórðungnum. Flest þeirra 17 eru á Þingeyri. Þrjú smit eru í Bolungavík, einnig þrjú á Ísafirði og fjögur í Súðavík.

Á sunnanverðum Vestfjörðum eru 7 smit, 6 á Patreksfirði og eitt á Bíldudal. Í Strandasýslu eru einnig 7 smit, fjögur á Hólmavík, 2 á Drangsnesi og eitt í Árnehreppi.

Engin smit eru skráð í Reykhólahreppi, Tálknafirði, á Flateyri og á Suðureyri.

Alls greindust 926 smit í gær, þar af 839 innanlands og er þetta metfjöldi. Mögulegt er að hluti af fjöldanum í gær sé frá fyrradag þegar ekki tókst að greina öll sýni.

Rúmlega 13 þúsund manns eru í einangrun og í sóttkví á landinu öllu. Á Landsspítalanum eru 6 í gjörgæslu, þar af 5 í öndunarvél. Af þeim sem eru í gjörgæslu eru 5 óbólusettir.

DEILA