Covid19: 3 smit á Vestfjörðum í gær

Þrjú smit greindust á Vestfjörðum í gær, tvö á Flateyri og eitt á Þingeyri. Skráning smita miðast sem fyrr við lögheimili hins smitaða en ekki hvar hann er.

Metdagur var í gær en þá greindust 1601 smit á landinu. Um 7.500 eru í einangrun og um 6.500 í sóttkví.

Á Vestfjörðum eru nú 43 virkt smit. Sem fyrr eru þau langflest á Þingeyri, en þar eru 16 smit. Á norðanverðum Vestfjörðum eru smitin 29. Auk smitanna á Þingeyri eru 4 smit í Súðavík og 3 á Ísafirði,Flateyri og í Bolungavík.

Sjö smit eru á sunnanverðum Vestfjörðum, 6 á Patreksfirði og eitt á Bíldudal. Einnig eru sjö smit í Strandasýslu, 4 á Hólmavík, 2 á Drangsnesi og 1 í Árneshreppi.

DEILA