Bolungavík: rekstur Félagsheimilisins leigður út

Félagsheimili Boungavíkur. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Bolungavíkurkaupstaðar samþykkti í síðustu viku erindi frá ABS veitingum ehf, sem er í eigu Arnars Bjarna Stefánssonar eiganda Einarshússins, um að fyrirtækið taki yfir rekstur á félagsheimilinu í Bolungarvík frá og með næstu áramótum. Var bæjarstjóra falið að ganga til samninga við fyrirtækið og leggja svo samninginn fyrir bæjarráð þegar hann lægi fyrir.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segist ánægður með það að veitingamenn í bænum taki frumkvæði og stefni að því að teka við rekstri Félagsheimilisins. Hann segist telja að samningurinn verði hagstæður fyrir sveitarfélagið, bæti þjónustuna og færi meira líf í húsið.

Útleiga hússins verður væntanlega samkvæmt gjaldskrá sem bærinn setur en leigutaki mun sjá um þrif, viðburði, og samkvæmi. Leigufjárhæð til bæjarins yrði engin.

DEILA