Vísindaportið í dag: umhverfis- og menningarsaga Árneshrepps

Í  Vísindaporti vikunnar er sjónum beint að Árneshreppi á Ströndum og gestur er Laura Watt, prófessor emerita í umhverfissögu.

Vatnsaflsvirkjun sem fyrirhugað er að reisa í Árneshreppi á Ströndum, Hvalárvirkjun, hefur undanfarin ár verið áberandi í umræðunni og hafa miklar deilur sprottið upp á milli þeirra sem vilja frekari uppbyggingu og þeirra sem vilja vernda svæðið. Rannsóknarverkefni Lauru gengur út á að skrásetja umhverfis- og menningarsögu svæðisins, sem virðist ótrufluð og lítt röskuð, en gekk í gegnum stutt tímabil iðnvæðingar, þegar byggðin tók þátt í „síldarævintýrinu“ í  upphafi 20. aldar. Laura meinar að mikilvægt sé að skilja að óbyggð víðerni, friðlýst svæði, eru landslag vísvitandi sköpuð af mönnum og eiga sér oft flókna sögu, sem getur verið lykilatriði til að skýra þær deilur sem eiga sér stað í dag.

Erindinu verður streymt á netinu og hefst útsending kl. 12:10. 

Laura Alice Watt er prófessor emerita í umhverfissögu og stefnumótun frá Sonoma State- University í Norður-Kaliforníu. Áður en Laura fór á eftirlaun kenndi hún fjölda námskeiða við landafræði-, umhverfis- og skipulagsdeildir háskólans. Til Ísafjarðar kom Laura á síðasta ári sem Fulbright-NSF Arctic Scholar styrkþegi til að stunda rannsóknir en hún hefur nú ákveðið að framlengja dvöl sína. Í frítíma sínum stundar Laura ljósmyndun og siglingar.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs og hefst kl. 12:10. Allir velkomnir. Erindið fer að þessu sinni fram á ensku.  

DEILA