Í síðustu viku fór fram ferðasýningin World Travel Market í London. Sýningin fór ekki fram í fyrra vegna heimsfalaldurs og setti hann sannarlega svip sinn á sýninguna í ár enda færri gestir og sýnendur.
Íslandsstofa var ekki með sérstakan bás fyrir Ísland líkt og áður heldur tóku þau þátt á bás ETOA (European Tourism Asscocation) ásamt Vestfjörðum og Norðurlandi.
Á sýningunni hitti Díana Jóhannsdóttir varaforseta Lonely Planet Tom Hall sem afhenti Vestfjörðum viðurkenninguna Best in Travel 2022 sem besta landssvæðið í heiminum til að heimsækja árið 2022.