Söngleikurinn Draumastarfið frumsýndur í Bolungarvík á föstudag

Frumsýning á söngleiknum Draumastarfið eftir Halldóru Jónasdóttur verður i Félagsheimili Bolungarvíkur á föstudag kl. 19:00.

Söngleikurinn fjallar um nýútskrifaðan kennara sem missir starfið vegna vegna þess sem upp kom milli hans og nemanda.

Höfundur og leikstjóri sá til þess að allir sem skráðu sig fengu hlutverk en alls eru leikarar 27 og aðstoðarmenn á sviði eru fjórir. Tónlistin í verkinu kemur úr ýmsum áttum.

DEILA