Skotís: silfur og brons um helgina

Keppendur Skotís í loftskammbyssu, Leifur, Ingvar og Björn. Mynd: Guðrún Hafberg.

Félagar í Skotíþróttafélagi Ísafjarðar tóku þátt um helgina í Íslandsmeistaramóti í loftskammbyssu og loftriffli.

Í lofskammbyssukeppninni náði karlalið Skotís silfri og fengu 1329 stig. Sigurvegari varð lið Skotíþróttafélags Kópavogs með 1615 stig. Liðið skipuðu þeir Leifur Bremnes, Ingvar Bremnes og Björg Bergsson. Í einstaklingskeppninni urðu þeir í 5. , 6. og 10. sæti.

Í keppni í loftriffli varð Guðrún Hafberg frá Skotís í þriðja sæti með 483,2 stig.

Um næstu helgi fer fram í Kópavogi Landsmót í keppni með skammbyssu.

DEILA