Sjómenn mikilvægir í vöktun á útbreiðslu fisktegunda

Dökksilfri Ljósm. Jónbjörn Pálsson

Í gegnum árin hafa fjölmargir sjómenn haft samband við Hafrannsóknastofnun þegar þeir rekast á óvænta eða óþekkta fisktegund í afla.

Framlag þeirra er mikilvægt til að skilja betur útbreiðslu fjölmargra tegunda og hjálpar vísindamönnum að fylgjast með mögulegum breytingum í sjónum.

Nýverið kom út vísindagrein sem uppfærir upplýsingar um útbreiðslu fisktegundarinnar dökksilfra (Diretmichthys parini) í N-Atlantshafi; m.a. á Íslandsmiðum. Upplýsingar um fundarstaði dökksilfra á hafsvæðinu umhverfis Ísland hafa að stórum hluta komið frá sjómönnum.

Þessi vísindagrein er því að miklu leyti afurð árvekni sjómanna fyrir nýjum og/eða sjaldgæfum fiskitegundum.

Greinin um dökksilfra er birt í vísindatímariti (https://sfi-cybium.fr/en/node/4759) og nálgast má hana í heild sinni hjá einum höfunda (klara.jakobsdottir@hafogvatn.is).

DEILA