OV: Daníel Örn Antonsson ráðinn fjármálastjóri

Daníel Örn Antonsson, viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða.  Daníel er með B.Sc. í viðskiptafræði  frá Háskóla Íslands og meistaragráðu (M.Acc.) í reikningsskilum og endurskoðun  frá sama skóla.  Daníel hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði Alvotech hf undanfarin ár.

Daníel mun hefja störf 1. mars 2022 þegar Bjarni Sólbergsson lætur af starfi framkvæmdastjóra að eigin ósk.  Bjarni mun starfa við hlið Daníels til að byrja með ásamt því að sinna sérverkefnum í samráði við orkubússtjóra.

Alls sóttu 9 um starfið. Ekki verða gefin upp nöfn umsækjanda, að sögn Elíasar Jónatanssonar Orkubússtjóra, vegna óska umsækjenda.

DEILA