Leikskólinn Eyrarskjól rýmdur

Leikskólinn Eyrarskjól. Mynd: Isafjörður.is

Leikskólinn var rýmdur vegna reyks fyrir um klukkustund og var öllum nemendum og starfsfólki beint í næsta hús, Safnahúsið. Í tilkynningu frá Lögreglunni segir að svo virðist sem reykurinn hafi stafað frá rafmagnsleiðslu í eldhúsi leikskólans. Enginn eldur fannst og er rafvirki kominn á staðinn til lagfæringa. Enginn hætta er á ferðum og er búist við því að starfsfólk og börn muni fljótlega færa sig aftur í leikskólann og hefja nám og störf í framhaldinu.

DEILA