Kvenfélagið Hvöt : basar á laugardaginn

Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal heldur kökubasar í Félagsheimilinu Hnífsdal, laugardaginn 20. nóvember, þar sem selt verður hnallþórur, marengs, heimabakað rúgbrauð að ógleymdri Sjerrí síldinni góðu.

Kolaport og basar er stærsta fjáröflun kvenfélagsins og því setur það töluvert strik í starfið að missa viðburðinn 2 ár í röð.

Í tilkynningu fá kvenfélaginu segir:

„Því vonum við að kökubasarnum verði vel tekið. Kökubasarinn fer fram í Félagsheimilinu Hnífsdal, laugardaginn 20. nóvember milli 13:00 og 15:00. Við viljum eftir fremsta megni þjónusta þá sem sitja heima í sóttkví og hægt er að hafa samband og fá sent heim eftir klukkan 15:00. Við verðum með posa. Minnum á persónulegar smitvarnir, notum grímu og spritt á staðnum. Einnig tökum við á móti frjálsum framlögum.

Kvenfélagið Hvöt Hnífsdal

:Kennitala: 530680-0299 Söfnunarreikningur: Banki: 0156 Hb:15 Bankareikn: 373015.

DEILA