Jólamarkaður Handverksfélagsins Össu

Jólamarkaður Handverksfélagsins Össu í Reykhólasveit verður opnaður fyrstu helgina í aðventu, 27. og 28. nóvember næstkomandi. Þá verður einnig opið næstu tvær helgar á eftir, 3.-5. des og 10.-12. des.

Að venju verða félög og samtök í samstarfi við Össu; Lions, nemendafélagið, krabbameinsfélagið, björgunarsveitin, skíðafélagið og kvenfélagið, og jafnvel fleiri.

Ekki er ljóst hvernig eða hvort verður hægt að bjóða upp á viðburði, tónlist eða upplestur en það verður kynnt þegar nær dregur.

DEILA