Ísafjarðarbær fær 4,3 m.kr. frá EBÍ

Ísafjarðarbær fær greiddar á þessu ári 4.338.000 kr frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, sem er hlutur sveitarfélagsins í 90 m.kr. hækkun eiginfjárins. Hlutur Ísafjarðarbæjar er 4,82%.

Frá 1998 hafa sveitarfélögin sem eiga aðild að EBÍ fengið 7,2 milljarða króna greidda.   Miðað við framangreindan eignarhlut hefur Ísafjarðarbær fengið um 347 mkr. greiddar á þessu tímabili.

Heildartekjur félagsins voru 330 milljónir og rekstrargjöld 156,7 milljónir. Áfallinn fjármagnstekjuskattur á árinu var 68,6 milljónir og hagnaður félagsins því 104,7 milljónir. Heildareignir félagsins eru rúmir 3,3 milljarðar og eigið fé um 2,3 milljarðar.

DEILA