Hjólað á eigin vegum

Vegagerðin hjólastígur við Elliðavog

Hjólreiðar njóta sífellt meiri vinsælda á Íslandi sem frístundagaman en ekki síður sem samgöngumáti.

Um allan heim keppast stjórnvöld við að fjárfesta í grænni og heilsusamlegri ferðamátum. Svo er einnig hér á landi og endurspeglast það til dæmis í samgöngusáttmála milli ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem ákveðið var að fjárfesta af krafti í innviðum fjölbreyttra samgöngumáta og auka þannig valfrelsi íbúa. Einnig er hröð þróun á landsbyggðinni þar sem hugað er að hjólainnviðum í sífellt meiri mæli.

Áberandi eru hjólastígar sem lagðir eru milli þéttbýlisstaða sem njóta aukinna vinsælda bæði meðal íbúa og ferðafólks.

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 16. nóvember um hjólastíga. Þar verður rætt um þróun hjólastíga undanfarin ár, hver staðan er í dag og hver er framtíðin.

Fundurinn verður 16. nóvember frá klukkan 9 til 10.15 í húsnæði Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ.

Fundinum verður streymt beint hér:  https://livestream.com/accounts/15827392/events/9925654

DEILA