Handbolti: Hörður enn á toppnum í Grill66 deildinni

Hörður í sókn í fyrri hálfleik leiksins.

Handknattleikslið Harðar frá Ísafirði í karlaflokki heldur toppsætinu í Grill66 deildinni eftir öruggan sigur á Berserkjum í Reykjavík um helgina. Hörður hefur unnið alla sjö leiki sína og er með 14 stig. ÍR er í öðru sæti með 10 stig en á leik til góða.

Hörður tók forystuna strax í upphafi leiks gegn Berserkjunum og leiddi með þriggja marka forystu í hálfleik (11:14). Í seinni hálfleik breikkaði bilið jafnt og þétt og lauk leiknum með 10 marka sigri 23:33.

Markahæstir í li’i Harðar voru Guntis Pilpuks með 10 mörk, Sigena Hikawa, sem gerði 6 mörk og Þráinn Arnaldsson með 5 mörk.

Leiknar eru alls 20 umferðir í deildinni og tvö efstu liðin vinna sér sæti í Olís deildinni, efstu deildinni.

DEILA